Friday, February 7, 2014

Sérstök og lærdómsrík vinnuvika liðin og vertu svo mikið velkomin elsku helgi

Lærði margt á síðustu dögum og þá kannski allra helst meira á sjálfa mig. 

Eftir erfiða viku og svona rétt fyrir helgina var gott að fá sinn allra yndislega heim í nokkrar klukkustundir, fara yfir vikuna og njóta hverrar stundar saman.

Held að þessi einvera eigi eftir að gera mig sjálfstæðari, það hlýtur nú bara að vera. Það eru margir hlutir sem Ingólfur sér bara alltaf um, gott dæmi um það er t.d. að ég byrjaði að taka bensín sjálf fyrir mjög stuttu síðan, þá í algjörri neyð. Þegar ég var sótt í vinnuna í dag var sagt mér að það væri búið að fylla bensíntankinn og því fylgdi auðvitað ágætt glott - gott save fyrir næstu daga.

Maðurinn var þó nýfarinn út aftur í kvöld þegar hann fékk sendar tvær myndir, eina af tökkunum af uppþvottavélinni (sem er hálfgerð algebra fyrir mér, já nokkrir takkar) og svo aðra af fjarsteringunni. Varla búin að stíga um borð þegar ég skildi ekkert í neinu og óþolinmóð auðvitað. Þökk sé frábærri tækni komumst við í gegnum þetta saman og ég lærði mjög basic hluti haha. Maður er ruglaður - dekrað ruglaður kannski.

maður getur ekki verið góður í öllu og gert allt!



One Tree Hill


No comments:

Post a Comment