Monday, November 17, 2014

..þá sjaldan maður lyftir sér upp!

Tálhríðar.. myndi ekki óska mínum versta óvini þær. 

Samdrættir á ca. 8 mín fresti í tvo og hálfan mánuð.. gott að vera jákvæða týpan.

Jákvæðni og ljúfur eiginmaður.. (og dass af mat) bjarga vissulega geðheilsunni.

Mig langaði alveg rosalega að komast á jólahlaðborð með fjölskyldu Ingólfs sem var haldið síðasta laugardag í LAVA í Bláa Lóninu. Ákvað að hunsa verkina og talaði um að 16. nóvember yrði svo bara fínn dagur til að klára þetta og barnið mætti loksins koma. Maturinn var æði og félagsskapurinn líka. Ótrúlega gott að klæða sig í eitthvað aðeins betra en joggingbuxur svona einu sinni. 




Þegar ég var komin heim, búin að taka verkjalyfin (sem skvísan þarf ávalt að taka til að ná einhverjum svefn) og ég náði loksins að sofna var vaknað aftur upp eftir 20 mín. svefn. Hólí smóks, hélt að barnið væri loksins að koma í heiminn. Eftir næstum 4 klst. af óbærilegum verkjum og samdrættir á 6 mín fresti datt svo allt í venjulega farið og frúin gat loksins sofnað. Ég skil ekki hvaðan þetta barn fær þessa stríðni!



Eins þreytt og við bæði erum orðin þá er spennan en vissulega til staðar:) Ljósurnar lofuðu mér að ég þyrfti ekki að ganga framyfir 40 vikurnar, svo það gerir núna mestalagi 11 daga - en hei hver er að telja? (hósthóst)


..og núna verður reynt að leggja sig aðeins;)

Tuesday, November 11, 2014

Brunch á VOX og F&F

Ég fæ alltaf að sjá það betur og betur með hverjum deginum hve ótrúlega vel gift ég er. Þvílíkur meistari sem þessi Ingólfur er. 

Mig langaði að gleðja þennan mann aðeins svo ég bauð honum í brunch á Vox síðasta laugardag.



Já, það voru þreyttir tilvonandi foreldrar sem mættu á staðinn og það var stappað af fólki! Ég labbaði inn á eftir tveim strákum á mínum aldri og heyrði að þeir báðu um borð fyrir tvo. Maðurinn sagði að það væri því miður ekki laust. Dam hugsaði ég, komin alla leið frá Grindavík fyrir þennan brunch, af hverju pantaði ég ekki borð? Ákvað þó að spyrja líka, svo þegar strákarnir voru farnir fór ég og spurði um borð fyrir tvo. Maðurinn leit á listann fyrir framan sig, leit á óléttukúluna og sagði svo ,,já ég skal redda borði, þú verður bara að bíða smá".

Ó the joy of pregnancy - aldrei neita óléttri konu.






Maturinn var æðislegur, það er held ég hægt að fá allt þarna. Ég var reyndar ekki alveg í stuði fyrir lamba- og svínasteikur svona nývöknuð en maður gat valið margt annað gott:)

Ákvað svo að kíkja í Kringluna í nýju búðina sem allir virðast vera að tala um, F&F. Mæli klárlega með henni, fékk svona útlandafýling þar inni. Sá margt flott sem ég hefði vilja máta, en það þarf að bíða betri tíma. Í staðinn keypti ég 3 buxur á Ingólf og 2 peysur. Gott að fá smá verslunarútrás hehe:)


...þangað til næst,

Sigríður Etna

Friday, November 7, 2014

Nesting

Ég ætlaði mér aldrei að gera klárt eitthvað sérstakt barnaherbergi fyrir frumburðinn en þar sem frítími manns hefur verið aaaansi mikill síðustu tvo mánuði þá var erfitt að standa á sér.

Við erum búin að fá mikið lánað og gefins frá vinum og fjölskyldu og það var mjög gaman þegar allt dótið var komið inn í herbergi og búið að þrífa allt saman.


Það er til svo mikið úrval af fallegum boxum í Sostrene grene að ég bilast. Er mikil boxamanneskja og langaði helst að kaupa öll! Gott til að geyma allskonar smáhluti fyrir baby:)


Átti þessa tvo ramma og ákvað að skella inn tveim sónarmyndum. En við eigum svo endalaust margar sónarmyndir, enda búin að fá að sjá krílið ansi oft.

Skiptiborð frá ma&pa, teppi frá því að ég var ungabarn og samfella frá Ylur, endilega tékkið á Yl á facebook, mjög fallegt - manni langar í allt sem stúlkan gerir:)

Rúm að láni frá Dúddu systir, sængina keyptum við í LÍN design, hlakka til að búa um..

Sólný lánaði okkur vöggu og yndislega fallegt teppi sem Dúdda systir sendi okkur í vikunni.

..að sjá alla þessa fallegu liti

Það er ótrúlega gaman að vera með smá svona babyfýling í herberginu en það verður án efa skemmtilegra að gera meira þegar það er komið í heiminn, og maður m.a. veit hvort það sé lítil stúlka eða drengur sem fær þetta herbergi:)


Í dag komst ég  yfir 37 vikna múrinn sem vonast var eftir. Læknarnir hlógu að mér í skoðun fyrir 1 og hálfri viku og sögðu að það ætti ekki að vera hægt að halda þessu barni svona lengi inni miðað við verkina sem hafa verið síðustu tvo mánuði. Maður er orðin ansi þreyttur og verkirnir bara versna með tímanum. Ég er hinsvegar ennþá frekar róleg og jákvæð og reyni að passa mig á að fara aldrei að bíða, þá líður tíminn aldrei! 


Sigríður Etna