Thursday, February 4, 2016

Hið daglega líf

Síðustu kvöld og nætur hafa verið ansi skrautleg. Mig grunar að Ingibjörg Etna sé að taka tennur. Það er svolítið síðan hún fékk fyrstu 8 tennurnar sínar og þá komu þær nánast allar í einu. Ætli það sé ekki annað svipað tímabil í vændum, vúhú!


Þar sem ég nýti alltaf tímann þegar hún sefur til að hreyfa mig (aðallega að hjóla hér heima í stofunni) að þá hefur ekkert slíkt gerst í of langan tíma - sem fer ekki vel í geðheilsuna. En þá er aðeins eitt sem gerir aðstæðurnar aðeins auðveldari:

= matvæli sem innihalda mikið magn af sykri.

Já, ég fór út í búð í gær, kom heim og fyllti á nammiskápinn.



Svo hugsar maður bara ,,þetta er bara smá tímabil".



Já lífið er ekki alltaf glansmyndir - stundum er það bara raunveruleiki og ekkert nema raunveruleiki:)



 xoxo


No comments:

Post a Comment