Friday, March 22, 2013

Kósíkvöld í kvöld..

Er búin að eiga svo erfitt með að vakna á morganna þessa vikuna og gat því ekki annað en að vakna brosandi í morgunn hugsandi að það væri svo ótrúlega stutt í laugardagsmorgunn = aðeins meiri svefn!


Eeeheeheelska helgarkúr!



Annars er ég að fara að leigja út íbúðina mína yfir sumarið (með öllum húsgögnum takk fyrir!) þar sem ég er komin með vinnu á elsku besta Tálknafirði. Mikið sem mér finnst það erfitt, nú reynir svo sannarlega á traustið! Það kom fólk að skoða áðan, sem mér leist bara nokkuð vel á.

Spurði bókina góðu hvað maður ætti að gera, hvort ég ætti að leigja þeim íbúðina og hún svaraði;



...kemur í ljós:)


Þegar maður er að vinna annað hvert föstudagskvöld þá tekur maður fríföstudaginn rosalega heilagan. Ingólfur sá því um kvöldmatinn í kvöld, ætla svo að hoppa í náttfötin, bíða eftir pizzunni og kíkja á stepup3 - ég veit, klikkað djamm í kvöld!;)


Wednesday, March 20, 2013

Fljótlegar og hollar bananahafrakökur

Átti svolítið til af vel þroskuðu bönunum í gær og ákvað að láta þá ekki fara til spillis.

Ég nennti ekki að gera hið týpíska bananabrauð svo ég ákvað að prufa eitthvað nýtt.

Ég byrjaði á að stappa 3 litla þroskaða banana og bætti 1 bolla af haframjöli útí.


Skar niður smá suðursúkkulaði, möndlur og döðlur og setti kókósflögur. Diskurinn á myndinni er lítill, þetta er c.a. hálf lúka af sitthvoru hráefninu:


Öllu blandað saman í skál



Þá leit deigið einhvernveginn svona út:



Henti þessu á plötu. En þessi uppskrift var 12 frekar smáar kökur



Bakaði kökurnar á 200°C í 20 mín (gleymdi mínum reyndar og þær voru aðeins lengur inní ofninum, litu ekkert sérstaklega vel út en brögðuðust vel)



Mér finnst þessar mjög góðar! Þær eru náttúrlega mjög mjúkar út af bönununum svo manni finnst eins og maður sé að borða einhverja hráa köku, en svo er ekki. 

Þessar eru ágætar í "nammileysinu"!;)

Tuesday, March 19, 2013

iittala

.. er forfallinn iittalafíkill! Eina vandamálið mitt er að mig vantar örlítið meira af pening til að viðhalda þessari fíkn minni.

Pínu flipp í gær og þessi fékk að koma með mér heim:

Við eigum eflaust eftir að vera mjög hamingjusöm saman!

Monday, March 18, 2013

Ó ljúfa líf

Þessar vikur líða óeðlilega hratt! Það er búið að vera brjálað að gera, en núna er lífið aðeins búið að róast hjá manni. Það er alveg ótrúlegt hve auðvelt það er að detta í einhvern slæman vítahring þegar dagskráin manns er full alla daga, svo auðvelt að grípa með sér eitthvað gotterí og alltaf nær maður að réttlæta fyrir sér af hverju maður á það skilið.

Er komin með svo mikið ógeð af sælgætisáti að ég fékk Ingólf til að hreinsa allt nammi úr íbúðinni í gærkvöldi, ætla að vera nammilaus fram að páskum (já ég geri mér grein fyrir að það eru bara ca. 2 vikur, en það er mikill sigur fyrir mér að komast nammilaus í gegnum einn dag!)


En þó að það hafi verið mikið að gera þá hefur maður átt marga ljúfa daga..

Bail á lærdómi og borðtennis á stofugólfinu á staðinn


Óveðrið fór vel í okkur hjónaleysin

 Létum veðrið ekki stoppa okkur og fórum í góðan göngutúr.. hoppuðum í millitíðinni í rif á Ruby Tuesday
 Hverfaleikar - staffadjamm með skemmtilegasta fólkinu og fjallganga á Þorbjörninn


 Árshátíð menntavísindasviðs 2013

Fjallganga á Keili og nýbakaðar pönnsur þegar við komum heim, ljúft:)!

Monday, March 4, 2013

Dagurinn sem beðið var eftir

Síðasta vika var frekar helluð, vinnan, skólinn, tvö próf og Samfestingurinn.

Mikið rosalega sem mér fannst gaman að vinna þar. 4500 flottir unglingar að skemmta sér saman, getur ekki klikkað!

Alla síðustu viku sá ég sunnudaginn 3. mars í hyllingum. Það sem ég ætlaði að hafa það gott þann dag!

..Og það tókst svo sannarlega!

Svaf út, fór í ræktina og sund með Ingólfi. Loksins skellti ég mér svo á bókamarkaðinn í Perlunni, er búin að langa svo lengilengi að fara þangað.
Frábært útsýni úr Perlunni, Reykjavík virðist ogguponsu lítil þarna uppi!
Keyptum nokkrar bækur, allt barnabækur - ég elska þær!


Elduðum okkur mat hjá Hrafnhildi og Eyjólfi og fengum svo homemade makkarónur ala Hrafnhildur, ótrúlega ljúft

Enduðum góðan dag á bíókvöldi heima í stofu. Okkur finnst ekki leiðinlegt að búa við Laugarásbíó og geta keypt okkur nóg af bíópoppi;)