Monday, May 27, 2013

..vonandi

Síðustu vikur hafa verið frekar erfiðar en núna eru vonandi aðeins bjartari tímar framundan. Loksins-loksins fer maður að komast í hina daglegu rútínu - ó hve mikið sem ég hef þráð hana. Núna er maður alveg fluttur á Tálknafjörð og ég er sko meira en tilbúin í ljúft sumar!

Þegar maður hefur fengið inn allar einkunnir þá finnst manni sumarið loksins komið. 35 gómsætar háskólaeinkunnir voru að koma inn hjá mér og er ég nokkuð sátt með þær þar sem áramótaheitið mitt var að slaka aðeins á í lærdóm. Það stoppaði mig greinilega ekki og náði ég þrátt fyrir það yfir 9 í meðaleinkunn, er mjög glöð með það!

Góð helgi var að klárast þar sem Ingólfur útskrifaðist með glæsibrag frá Vélskólanum sem stúdent og vélfræðingur. Var að rifna úr stolti yfir kallinum sem fékk verðlaun fyrir góðan árangur í rafmagnsfræðigreinum.

Vona að ég fái bráðlega einhvern innblástur til að skella einhverju skemmtilegu hér inná síðuna, á meðan set ég bara myndir;)






Thursday, May 16, 2013

dingdingdong

Ótrúlega lítið að gerast hér því það er svo margt að gerast hérna hinumegin!

Lífið er búið að vera ótrúlega lítið normal eitthvað undanfarið, allt í gangi, endalaust ys og þys - finnst pínu eins og ég hafi eiginlega bara búið í bíl síðustu daga.


Ég er þó komin heim á Tálknafjörð núna, heim til mömmu og pabba. Ég ákvað að gista hjá þeim fyrst að Ingólfur er út á sjó. Lífið hjá mömmu og pabba á Eysteinseyri er heldur betur fjörugt núna. Dúdda systir er í heimsókn með litlu blómin sín 3 og svo er sauðburður í fullum gangi.


Ég er byrjuð að vinna hjá Landsbankanum, 4. sumarið mitt í bankanum á Tálknafirði! Finnst gott að vera byrjuð að vinna aftur en mjög sérstakt að hafa klárað vinnuna í félagsmiðstöðinni minni og að ég fari ekki þangað í 3 mánuði. Finnst ég vera endalaust heppin að vera í vinnu sem ég hlakka alltaf til að fara í og leiðinlegt að fara úr, heldur betur gott að maður sé að mennta sig í því sem maður elskar:)

Ég vona að þið eigið ljúfa daga núna, enda sumarið á næsta leiti og Euro-vika - við erum ekki að hata það!

Monday, May 6, 2013

Laugardalurinn


Undanfarna daga hef ég ekki geta hugsað mér að fara inn í Laugar. Eins mikið og mér finnst sú rækt góð að þá er ég samt eitthvað svo meðvituð um sjálfa mig þar, eða þið vitið!


Held að þetta yndislega veður sé búið að bjarga geðheilsu minni síðustu daga. Fæ þvílíka útrás að fara að skokka í Laugardalnum og hlusta á kósí tónlist.


Tók smá detour í dag og slappaði af í fuglasöngnum í Grasagarðinum - b-e-a-utiful! Er svo hrifin af honum..:)



Annars er ég á fullu í að pakka niður eitt stykki íbúð og er orðin mjög spennt fyrir sumrinu sem er alveg að koma!


Vona að þið hafið það gott:)


Thursday, May 2, 2013

Ease your mind little girl

Ekki eru allir dagar eins og því miður geta þeir ekki allir verið góðir.

Er búin að eiga svolítið mikið af skrítnum dögum undanfarið og þá er maður einhvernveginn í miklu minni blogggír.

Það hafa verið miklar tilfinningasveiflur í þessum litla kropp mínum undanfarið, margar breytingar framundan og svo hafa veikindi í fjölskyldunni sett sinn svip á þessa daga.

Maímánuður hefur í þónokkur ár verið mánuður mikilla breytinga, og í ár er svo sannarlega engin undantekning. Ég hef alltaf átt erfitt með breytingar, enda mikil rútínukona. En mikið rosalega sem það verður gott þegar maður er búin að koma dótinu sínu í geymslu, komin í aðra íbúð fyrir vestan og allt komið upp úr töskum og kössum:)

Skemmtilegt finnst mér þó að rétt í þessu var ég að klára að skila síðasta verkefninu mínu þetta misserið og því komin í sumarfrí - og það er sko aldrei leiðinlegt!

Ekkert sérstaklega upplífgandi blogg, en læt nokkrar myndir fylgja með frá síðustu vikunni sem var að líða. Flestar af mér og mínum heittelskaða, enda stórskemmtilegt myndefni;)


Annars ætla ég að henda mér í sturtu, náttföt og horfa á friends.. jafnvel fá mér ís ef ég leyfi mér að vera kolkreisí á þessu fimmtudagskveldi.

Wildcat Sigríður Etna