Wednesday, August 29, 2012

Æðruleysi

Þessa dagana er gott að búa yfir einhverju æðruleysi!

Ég get ekki beðið eftir að klukkan slái 18.00 næsta föstudag - því þá fáum við Ingólfur íbúðina okkar loksins aftur. Við ákváðum nefnilega í byrjun sumars að spara okkur peninginn og leigðum íbúðina út með öllum húsgögnunum. 

En alltaf erum við jafn heppin að fá herbergi hjá Kristínu og Gústa, þar sem við erum víst alltaf velkomin. Núna brunum við því á milli Grindavíkur og Reykjavík. Ingólfur er endalaust lengi í skólanum alla daga á meðan ég klára fyrir hádegi og lítið sem ekkert að læra heima svona fyrstu vikuna. 



Á meðan ég bíð eftir mínum besta þá hef ég það notalegt með sjálfri mér og reyni að njóta þess að hafa lítið að gera.


Sigríður Etna

Sunday, August 26, 2012

Jei við!

Fyrir 5 árum var ég svo heppin að fá að verða kærastan hans Ingólfs. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast besta vini mínum og hve yndislegur hann er við mig alla daga. (ég má vera væmin!)

Fyrsta myndin sem var tekin af okkur .. kunnumetta!


Busar á Akureyri

Thailand

Santorini



Feneyjar

Heimþrá á Sikiley

Paris


Halloween

Útskrift

Í upphafi ferðarlagsins okkar


Kaldbakur

Ein gömul og krúttleg

Kveðja, Sigríður Etna

Friday, August 24, 2012

Sumar á Tálknafirði



Guð hvað mér finnst erfitt að sumarið sé að klárast! Maður ætlar sér alltaf að gera svo mikið yfir sumarið en svo nær maður oftast ekki að gera helminginn af hlutunum. Því ákvað ég í byrjun sumars að setja mér svona "sumarmarkmið". Ég skrifaði þau niður og reyndi að finna tíma til að gera þau öll. 

Þau *markmið* sem ég setti mér voru:
*Fara á Ísafjörð*




*Fara á Akureyri*
Hittum Baldvin auðvitað!

*Fara í Borgarfjörð*

Þar sem við löbbuðum upp á Húsafell


Og löbbuðum líka upp á OK í skemmtilegum félagsskap

Fórum í hellaskoðun

*Labba upp að Systravörðum* 

*Labba yfir Lambeyrarháls*

*Labba yfir Miðvörðuheiði*

*Sýna Ingólfi Hrafnagil*

En svo var eitt markmið sem ég hafði ekki tíma fyrir og það var að hjóla útí Grænuhlíð. En það verður bara að bíða fram á næsta sumar:)

Svo gerði maður meira skemmtilegt. Við Ingólfur vorum svo heppin að fá að búa í Ólátagarði hjá Dúddu systur og yndislegu fjölskyldu hennar. Þar fengum við tækifæri á að kynnast litlu perlunum enn betur, þeim Erlu Maren og Rögnu Evey:


Stóra frænka gerði sumardrykki fyrir litla veika blómið

Sú stutta alltaf hress!



Við hjóluðum í mígandi rigningu út á Felli og kíktum í kaffi til Magga:



Komum heim rennandi blaut og skítug

Sigríður Etna elskar date og að fara "út að borða" í sveitinni:


Fjölskylda Ingólfs var dugleg að heimsækja okkur yfir sumarið, afi Palli og Soffía, Kristín og Gústi og Aníta & Co - Takk fyrir að koma í heimsókn:*



Nutum þess þegar Sæla eignaðist 8 hvolpa og fá svo að eiga einn, hana Mollý:



Skvísan lærði að búa til fíflahunang hjá mömmu sinni á Eysteinseyri:




Við fjölskyldan fórum á Thailenskt-matreiðslunámskeið hjá Jan, mágkonu pabba:






Pabbi sáttur með útkomuna

Nóg af kvöldkaffi í sumar:



Ingólfur var duglegur að hjálpa til á Eysteinseyri og lenti í smá vinnuslysi í girðingarvinnu:

Litla þolir blóð illa og leyfði mömmu sinni að sjá um hjúkrunarstörf í þetta skiptið!

Fórum í yndislegt sveitabrúðkaup í Fljótunum hjá Kötlu og Lalla:


Tálknafjörður vann fótboltan í sumar, loksins! Etna, aðdáendi nr. 1 var glöð:



Svo var best að fá að hafa herra yndislegan hjá mér í allt sumar:*



...Þá klárar maður síðasta vinnudaginn og skellir sér svo í höfuðborgina - mjög blendnar tilfinningar!

Kveðja, Sigríður Etna

Thursday, August 23, 2012

Kvöldkaffi

Þegar ég var barn þá var oft kvöldkaffi á mínu heimili. Einar af mínum dýrmætustu minningum úr æsku eru einmitt þegar ég og fimm eldri systkini mín sátum öll saman eftir daginn, lásum Andrésblöð, borðuðum cheerios og kökur sem mamma hafði bakað. Það voru oft læti í Ólátagarði (nafn heimilis okkar) en á kvöldin voru allir/flestir aðeins búnir að róast.

Ég og Ingólfur vorum með "kveðju"kvöldkaffi í gærkvöldi fyrir fjölskylduna, en við flytjum aftur í höfuðborgina á morgunn. Því skellti ég í eina marenstertu og svo fengum við okkur líka Okkar pabba köku sem Gagga bakaði fyrir mig. Það er alltaf gott að setjast niður með fjölskyldunni og eiga gott spjall og ekki skemmir það að hafa eitthvað gott að borða í leiðinni;)




Kveðja, Sigríður Etna



Wednesday, August 22, 2012

Fermingarterta


Gagga frænka mín hringdi í mig í gær og bað mig um að kíkja við hjá sér. Gagga er yndisleg kona hér á Tálknafirði og sömuleiðis er hún litla systir hennar elsku ömmu Jónu á Þórshamri.

Þegar ég mætti til hennar beið mín þessi frábæra Okkar pabba kaka! Gagga bakaði alltaf svona köku fyrir fermingarveislurnar hjá systkinum mínum. En þar sem ég hélt sameiginlega "matar"fermingarveislu með 7 öðrum vitleysingum þá ákvað hún að baka bara svona köku og færa mér einhvertíman áður en ég myndi gifta mig, og viti menn, hér er hún:  


Og bragðast pottþétt jafn vel og hún hefði gert fyrir 8 árum.



Takk æðislega fyrir mig elsku frænka:*

Kveðja, Sigríður Etna