Tuesday, November 27, 2012

Læri, læri - tækifæri

Jæja, loksins er allt að smella saman hjá manni og maður er að klára að skila öllum verkefnum. 




Það þýðir bara eitt.. stutt í próf.. og að jólafríið kemur bráðlega!

Gaman þegar hr. Gosling hvetur mann svona fallega áfram!



Thursday, November 22, 2012

Myndir frá Dúddu

Eins og ég hef sagt áður þá er ég umkringd allskonar föndursnillingum.

Dúdda systir gerir svo ótrúlega fallegar myndir og ég er svo heppin að hafa fengið tvær frá henni. 

Fyrst gaf hún mér þessa:



Þessi er á snyrtiborðinu mínu inn í svefnherbergi. En þetta er setning sem Ingólfur segir oft við mig þegar ég er með einhverjar áhyggjur. Ég veit að maður á ekki að taka áhyggjurnar með sér upp í rúm en einhvernveginn rata þær stundum þangað með manni.. og þá er gott að líta á myndina og reyna að kúpla sig niður.

Þessa fékk ég og Ingólfur í innflutningsgjöf fyrir ári:



Þessi er ogguponsí væmin (okay kannski aðeins meira en ogguponsí). 

Fyrstu 4 árin sem við Ingólfur vorum saman þá vorum við einhvernveginn útum allt og allstaðar, stundum saman og stundum í sundur; Tálknafjörður, Akureyri eða Grindavík. Hvar sem maður var þá vantaði alltaf eitthvað, ef ég hafði Ingó þá hafið ég ekki fjölskylduna mína og öfugt. Þess vegna fannst mér eins og ég ætti einhvernveginn hvergi heima, dótið manns var aldrei á sama stað o.s.frv.


Ég sagði Dúddu semsagt frá þessari tilfinningu minni og hún benti mér á að maður á bara heima hjá þeim sem maður elskar, og ó boy hvað ég elskaði Ingólf mikið svo ég hugsaði alltaf að ,,hjá honum á ég heima".


Já.. það er ekki leiðinlegt að eiga hugmyndaríka systir sem hjálpar manni að skreyta heimilið sitt svona fallega:)




Mæli með því að þið skoðið - enda flottar gjafir:)

Sunday, November 18, 2012

Ég á lítinn skrítinn skugga

Það hefur greinilega allt sínar jákvæðu hliðar!


Í maí fékk ég að vita að ég væri með langvinnan sjúkdóm. Tilfinningaveran Etna tók ekkert sérstaklega vel í það! Nokkrir mánuðir eftir að ég fékk að vita þetta fóru í að vorkenna sjálfri mér og reyna að afsanna þessa greiningu: 


= ,,vá hvað ég er ótrúlega óheppin. Það getur ekki verið að ég sé með þetta. I'll prove them wrong" .

+ (plúss það) að ég skammaðist mín svakalega, fannst ég vera algjör aumingi!


Í enda sumarsins leið mér alveg hörmulega og ákvað að prufa að taka mark á lækninum mínum, hann ætti jú að vita eitthvað, hann á víst að vera sérfræðingur í sínu sviði! 

Ef ég ætla að gera þetta almennilega þá þýðir það að taka lyf á hverjum degi, en það er eitthvað sem ég á mjög erfitt með, finnst eitthvað svo rangt við það! Ég hætti að drekka koffein, borða mun minni sykur og hollan og fjölbreyttan mat, sef miklu meira, slaka á, hreyfi mig á hverjum degi, klæði mig betur og svo endalaust meira..



Fyrir tveim mánuðum fór ég að "hlýða" - taka mig á og það gengur allt svo rugl betur núna, hefði ekki trúað því! Ég finn ekki bara mun á líðan minni heldur fékk skvísan að vita í vikunni að hún sé búin að bæta á sig tæpum 3 kg í vöðvamassa og missa 3,4% í fituprósentu. Það gladdi mitt litla hjarta:) 


Lífið er stundum skrítið.. og það er fullt af hinum ótrúlegustu verkefnum sem við eigum að takast á við. Er það ekki líka þannig að það sem drepur mann ekki herðir mann bara:)?


Wednesday, November 14, 2012

Ó happy day!

Síðustu dagar hafa einkennst af mikilli lærdómsbugun og endalaust tight dagskrá. 

Er frekar orkulaus núna og ætla að hoppa í ræktina og fá smá orku í láni þar. 




Svo í kvöld var mér boðið á date með mínum heittelskaða - get ekki beðið! Það verður eflaust rosalega gott að eiga eina kvöldstund þar sem maður lítur upp úr bókunum.

Eins mikið og það hræðir mig í augnablikinu hvað tíminn líður hratt þá er ég lúmskt fegin, því þá styttist meira og meira í jólafríið - vinna, föndraföndraföndra, hitta vini og fjölskyldu, góður matur = sweetsweet life!


Er basically búin að vera að gera þetta síðustu daga:

..í kvöld ætla ég semsagt að eiga mér e-ð líf;)!


Thursday, November 8, 2012

Always coca cola?

Í dag er nákvæmlega 1/2 ár síðan ég fékk mér kók síðast!



Ég ákvað þá að prufa viljastyrk minn og það líður varla dagur þar sem mig langar ekki í kók!


Ég held að allir ættu að láta reyna á viljastyrk sinn svona from time to time. Held að við höfum öll gott af því að banna okkur eitthvað í einhvern tíma, leyfa sér ekki allt.

Hvað finnst þér?


Monday, November 5, 2012

Stefnumót sem hentar þér

Ég og Ingólfur nýtum hvert tækifæri til að "fara á stefnumót". Ef öðru okkar langar í bíó, þá bjóðum við hinu á "date" og allir eru glaðir!

Hinir smæstu hlutir hafa orðið að rosa fróðlegum stefnumótum hjá okkur, það þarf ekki að vera flóknara en lítill göngutúr, fara á rúntinn og maður er kominn með gott date! 

Um daginn var ég að bugast inn á bókasafninu í Stakkahlíð þegar ég fékk sms að það væri verið að bjarga mér og að biðið væri eftir mér úti. Mín var ekki lengi að henda ofan í tösku og hlaupa út, without looking back!


Ástandið var eitthvað svipað þessu = ekki gott!

Ingólfur keyrði beinustu leið uppí Elliðárdal, staður sem ég hef aldrei farið á og viti menn, ég tók gleði mína á ný.


Kanínuhimnaríki!



Ástæðan fyrir þessu bloggi var nú ekki til að tala um sjálfa mig (ótrúlegt en satt) heldur til að benda ykkur á þessa skemmtilega síðu sem ég var að rekast á:


Kom mér reyndar skemmtilega á óvart hvað ég hef gert margt af þessu.. en ég fékk sjálf margar góðar hugmyndir og ég vona að þið finnið eitthvað skrautlegt og skemmtilegt líka:)

Sunday, November 4, 2012

Gott te

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að það gekk hér yfir brálæðisveður á frónni núna um helgina.

Í þetta skipti dugaði lýsisinntaka mín (ásamt hörfræolíunni, D-vítamínunum, C-vítamínunum, fjölvítamínunum og ég veit ekki hvaðoghvað) ekki til. Nei, því kvefið og hálsbólgan náðu mér.

Þess vegna er ég búin að vera dugleg að hvíla mig, kúra undir teppi, hafa það huggulegt og drekka nóg af te.

Ég elska allt sem er einfalt og te-ið mitt er það svo sannarlega. Ég sker niður tvær-þrjár sneiðar af sítrónu, helli út á þær sjóðandi vatni og bæti hinu mikla undri ofaní; fíflahunangi!


Þetta te er rosa gott fyrir þá sem geta ekki, vilja ekki eða mega ekki drekka koffein. Mér finnst oft erfitt að finna góð te sem innihalda ekkert koffein. En þetta te svíkur engann.. enda fékk það líka góð verðlaun í útieldunarkeppni 2012 sem fór fram á Laugum núna í október;)

Fíflahunangið mölluðum við mæðgur saman í sumar og seldum á Tálknafjöri:

..og er það sérdeilis gott, þó ég segi sjálf frá:)

Friday, November 2, 2012

..dansi dansi dúkkan mín

Hvað er þetta?


Í sumar þurfti að ég taka slatta af dótinu mínu sem hefur verið í geymslu fyrir vestan í einhver ár. Nú er komin tími til að  geyma það sjálf á mínu heimili, hér í Reykjavík. 

..nú fær allskonar fallegt að bíða til betri tíma hér í geymslunni; Dúkkur, barbiedót og ekki má gleyma fallegu dúkkufötunum mínum. 


Ég er heppin, því ég hef alltaf verið umkringd svo mörgu hæfileikaríku fólki. Mamma, systur, frænkur.. allir svo duglegir í höndunum. Elsta systir mömmu er mjög dugleg að prjóna, hekla og sauma föt á dúkkur og barbiedúkkur. Ég hef svo sannarlega fengið að njóta þess:

Eitt af mínu uppáhalds

Mamma bjó þessi til á elsku Gummalínu mína
(sem Freymar gerði blinda með túttubyssu btw, those were the days!)


Þetta eru reyndar föt frá mér þegar ég var lítið baby. Fékk að leika með þessi í dúkkó:)

Allar dúkkur verða að eiga eina kápu er það ekki?

Þessi eru saumuð

Saumaður dúkkuskírnarkjóll


Önnur kápa

Ég alveg soldiðsoldiðsoldið mikil stelpa í mér.