Hvað er þetta?
Í sumar þurfti að ég taka slatta af dótinu mínu sem hefur verið í geymslu fyrir vestan í einhver ár. Nú er komin tími til að geyma það sjálf á mínu heimili, hér í Reykjavík.
..nú fær allskonar fallegt að bíða til betri tíma hér í geymslunni; Dúkkur, barbiedót og ekki má gleyma fallegu dúkkufötunum mínum.
Ég er heppin, því ég hef alltaf verið umkringd svo mörgu hæfileikaríku fólki. Mamma, systur, frænkur.. allir svo duglegir í höndunum. Elsta systir mömmu er mjög dugleg að prjóna, hekla og sauma föt á dúkkur og barbiedúkkur. Ég hef svo sannarlega fengið að njóta þess:
Eitt af mínu uppáhalds
Mamma bjó þessi til á elsku Gummalínu mína
(sem Freymar gerði blinda með túttubyssu btw, those were the days!)
Þetta eru reyndar föt frá mér þegar ég var lítið baby. Fékk að leika með þessi í dúkkó:)
Allar dúkkur verða að eiga eina kápu er það ekki?
Þessi eru saumuð
Saumaður dúkkuskírnarkjóll
Önnur kápa
Ég alveg soldiðsoldiðsoldið mikil stelpa í mér.