..love it!
Hjá mér er Gamlársdagur fullur af tilfinningum. Það er svo skemmtilegt að rifja upp árið sem er að líða, hvað gerðist, hvað reyndist manni erfitt og hvað var gleðilegt.
Ef það er eitthvað orð sem nær að útskýra hvernig mér líður í dag þá er það orð þakklæti! Ég er þakklát fyrir ágæta heilsu og að vera alltaf umkringd svona frábæru fólki; uppáhalds Ingólfur, elsku maogpa, systkinin, tengdafjölskyldan, bestu vinirnir og skemmtilegustu skólafélagarnir!
*Árið 2012 byrjaði ótrúlega vel, þegar minn versti óvinur var sprengdur í burtu = endalok nýrnasteinsins! Ég sá ljósið á ný!
*Hinar ýmsu læknaheimsóknir og greiningar tóku pínu á mann .. en lífið snýst ekki um að bíða eftir því að stormurinn gangi yfir heldur að læra að lifa í storminum.
*Ég kláraði 1. árið mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði og 2. árið gengur vel. Hef klárað 111 einingar af 180 með fínum árangri - mega stolt!
*Við hjónaleysin áttum frábært sumar á Tálknafirði og náðum að gera svo ótrúlega margt á stuttum tíma.
*Ingólfur náði svo sannarlega að innsigla æðislegt ár þann 12.12.12 þegar hann bað mig um að giftast sér, það stendur klárlega uppúr á árinu.
Vegna leiðindaveðurs og slæmrar færðar þá var ákveðið að fara ekki vestur yfir áramótin. Eins leiðinlegt og mér finnst það vera, að þá ætla ég að líta á björtu hliðarnar og njóta áramótana sem allra best!
Elsku vinir, ég þakka ykkur öllum fyrir árið sem er að líða. Ég vona að 2013 verði fullt af gleði og hamingju og að það reynist öllum extra vel:)!
Kveðja, frá Sigríði Etnu..
..sem er hamingjusöm og ástafangin af lífinu sem henni var gefið