Thursday, January 31, 2013

Hvað verður í matinn?

Yndislegiyndislegi dagur! Kúr í morgunn, frábært veður úti og frí fyrir sjálfa mig eftir hádegi í dag. Ég er búin að vera að gera klárt fyrir saumó sem ég er með í kvöld, á von á sætum háskólapíum - ég er mjög spennt!

Það er svo gaman að gera klárt þegar maður hefur nægan tíma, þegar maður þarf ekki að hamast við að gera allt klárt.

Er að njóta þess í botn í augnablikinu, svo mikið að njóta að ég ákvað að skella inn einu bloggi;)

Ætlaði bara að deila tveim uppskriftum með ykkur, en ég ætla að vera með þetta bæði í kvöldmat - kominn tími til!

Mér til mikillar ánægju!


Ætla líka að henda í þessar múslíbollur;



Monday, January 28, 2013

Sófateppi

Hekl-Hekl-Hekl

Er ekki tilvalið að koma með eitt heklblogg í viðbót? 

Ákvað að pósta inn öðru teppi sem ég hef heklað. Þetta teppi var fyrsta verkefnið mitt eftir að ég útskrifaðist úr Hússtjórnunarskólanum. 

(tek það fram að þetta teppi er ekki rúmteppi á þessu rúmi, var bara að breiða úr því til að sýna það, þetta er jú sófateppi;)!)

Mig langaði ótrúlega mikið að gera stórt og gott sófateppi. Þetta er svakalega massíft teppi, þungt og liggur vel ofan á manni.


Þar sem ég elska liti þá ákvað ég að gera mjög skrautlegt teppi.


Það var einhver sem spurði mig hvað ég myndi selja svona teppi á.. en það er eitthvað sem ég myndi aldrei gera. Taldi saman kostnaðinn í það fyrir nokkrum árum og þá var það um 35.000-40.000 kr. + öll vinnan sem ég lagði í það, sem var mjög mikil!




Sunday, January 27, 2013

Hekluð barnateppi

Mér finnst mjög gaman að hekla. Mér finnst samt oft erfitt að fara eftir ákveðnum uppskriftum.

Ég ákvað ábyggilega fyrir 3 árum að búa til tvö teppi, stelpu og stráka. Fyrir stuttu síðan kláraði ég svo loksins stelputeppið!

Þetta eru teppi sem ég hef verið að dúlla mér við, þau fengu oft góða hvíld ofaní skúffu - en það er allt í lagi.

Góðir hlutir gerast hægt!

Fékk tvö systkini til að vera fyrirsætur fyrir mig, Ágúst Þór fyrir ca. 2 árum og Steinunni Maríu fyrir nokkrum vikum.










Núna er það svo næsta verkefni!

Friday, January 25, 2013

Bóndadagur

Er búin að vera alveg svakalega tilfinningarík síðustu daga - þarf ekkert til að hreyfa við mér. En frekar myndi ég kjósa mér að vera með of mikið af tilfinningum heldur en of fáar. 

Þegar dagarnir eru svolítið ups and downs þá er hinsvegar mjög gott að eiga einhvern sem er endalaust þolinmóður, hefur mikla umburðarlyndi og er alltaf ljúfur við mann. 



Í dag ætla ég að gefa "minni manneskju" eitthvað af þessari yndislegu góðmennsku til baka.

Ég elska alla daga sem brjóta upp hversdagsleikann; Bóndadagur, konudagur, mæðradagur, 17. júní, Valentínusardagur o.fl.

Hvað er betra en heill dagur til að vera extra góður við einhvern/einhver sé extra góður við mann? Hver fýlar ekki smá dekur?


Bóndinn minn fékk ekki súrmat í dag, en ég byrjaði ég á því að vekja hann með smá gjöf.



Slaufa utanum slaufu.. og borðtennisspaðar, kúla og net - it's game time! Núna kemur það sér vel að eiga gott og stórt borðstofuborð;)

Bauð honum svo út að borða í hádeginu og svo verður dekrað við hann strax og hann klárar vinnuna.

Sunday, January 6, 2013

Pælingar á nýju ári

Þá er árið 2013 hafið! Mér finnst árið fara alveg rosalega hægt af stað. Tíminn leið endalaust hratt árið 2012 en svo núna er eins og síðustu dagar séu á einhverju slow motion

Held að ég upplifi nýja árið svona vegna þess að skólinn byrjar ekki aftur fyrr en 15. janúar. Þannig fyrst er svolítil vinna og svo 5 daga Amsterdamferð - sem ég er gríðarlega spennt fyrir.


Mig grunar nú samt að ég komist nú úr þessum yndislega 1. gír þegar skólinn hefst og að mín komist svo fljótlega upp í þann 5.;)

Ég set mér vanarlega nokkur lítil og krúttleg áramótaheit. Markmið sem tengjast líkama og sál eða hjálpa mér á einhvern hátt að vera betri manneskja. Vil reyna að vera hin besta útgáfa af sjálfri mér eins og ég mögulega get. 


Í ár er ég ekki viss hvaða markmið ég ætti að setja mér, er reyndar búin að ákveða að ég ætla að lesa einhverjar 13 góðar bækur á árinu.. fer bráðum að klára bók nr. 2 svo það gengur þokkalega.

Ég ætla að nota næstu daga til að spá og spegulera og finna út hvað mig langar að betrumbæta. Ekkert stress.. hin elskulegu markmið koma þegar þau koma:)


Svo fer nú vonandi að koma að því að maður hoppi uppúr konfektkassanum sem maður hefur búið í í alltof marga daga. Etna er orðin vel mareneruð og sykruð eftir hátíðirnar - hef aldrei misst mig jafn mikið eins og þetta árið. En þá segi ég bara eins og mamma mín segir alltaf:

,,það er bara betra"!

Ykkar Etna.. 
Photo: Langur dagur.. Komin með latt auga og næstum orðin rangeygð af þreytu. Love my new job! #svefnjátakk