Annars átti ég ljúfan afmælisdag og fékk fallegar og góðar gjafir.
Núna hlakka ég endalaust til að vakna á morgunn og sækja Ingólf niður á bryggju. Jesús minn, ég skil ekki hvernig konur geta verið svona án mannanna sinna og fá ekki að heyra í þeim í nokkra daga. Þegar ég skutlaði Ingólfi á sjóinn fyrir alltof mörgum dögum síðan fékk ég grínlaust illt í hjartað. Fór svo reyndar heim og huggaði hjartað með pizzu, snakki, nammifroskum, appelsíni í gleri (okay tveim flöskum) og last but not least karmelluís. Já, mér var virkilega svona illt í hjartanu! Með þessu áframhaldi verð ég orðin fjórföld þegar hann hættir á sjó.
Enda þetta á tveim myndum af mygluðum og nývöknuðum skvísum sem skelltu sér í Bláa lónið í morgunn.
Kv. Sigríður Etna