Ég virðist ekki ætla að skrifa um neitt annað hérna en vettvangsnámið mitt, enda á það nánast hug minn allan þessa dagana.
Núna er ég að vinna í Kvennaathvarfinu. Það er athvarf sem ég hef aldrei velt neitt sérstaklega fyrir mér. Kannski frekar vandræðalegt að viðurkenna það en ég vissi varla að tilveru þess fyrr en ég byrjaði að vinna þar. - Veit ekki hvort ég á að líta á það sem kost eða galla?
Mikið rosalega sem mér finnst ég hafa lært billjón hluti á að hitta svona margt og ólíkt fólk.
Undanfarið hef ég fundið fyrir svo ótrúlega mörgum tilfinningum og þá helst bilaðslegu þakklæti að mér finnst stundum eins og hjartað mitt muni springa (for reals!)
Það sem ég lærði í dag er hvað við erum öll falleg, hvert á okkar hátt. Við eigum öll skilið að láta koma vel fram við okkur, ekki bara af öðrum heldur verðum við að læra að koma vel fram við okkur sjálf:)
Tuesday, April 23, 2013
Thursday, April 18, 2013
Dýrmæt reynsla
Dagurinn í dag var öðruvísi en aðrir dagar
Dagurinn og kvöldið fór í vettvangsnámið mitt. Fyrst var ég í Vin, en það er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og er rekið af Rauða krossinum í Reykjavík.
Það var frábært, ég fann svo mikið traust bæði frá starfsfólki og gestum. Mér var svo sannarlega hent í djúpu laugina strax í upphafi, t.d. var ég sett ein í greinaskrif eftir aðeins nokkra klukkustunda vinnu, en sú grein mun rata í fjölmiðla bráðlega.
Í kvöld fékk ég svo að vinna í Frú Ragnheiði, en það verkefni byggir á skaðaminnkun. Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, t.d. heimilislausra, útigangsfólks og fíkla. Þar stendur fólki til boða að fá skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma. Verkefnið dregur úr skaðsemi lifnaðarhátta jaðarhópa, t.d. sýkingu í sárum og útbreiðslu HIV og lifrabólgu C. Þeir einstaklingar sem nýta sér þessa þjónustu fá því aðgengi að sárameðferð, hreinum nálum og sprautum.
Það var ótrúlega gott að finna hvernig ólík reynsla sem maður býr yfir nýttist manni í dag. Það að búa yfir þolinmæði, að vera opin og góður hlustandi voru allt topp verkfæri í dag.
Ég var smá stressuð fyrir þessum degi því ég vissi ekki hvernig ég myndi bregðast við því sem ég þekki kannski ekkert alltof vel. En ég hitti allskonar fólk í dag, frá ca. 16-80 ára. Ég get sko alveg sagt að ég kom sjálfri mér skemmtilega á óvart, hve lítið fólk náði að hreyfa við mér, sama í hvernig ástandi það var í. Fólkið hefði alveg eins bara geta verið með kvef.
Mikið rosalega sem það er gott fyrir mann að fara út fyrir þægindarammann sinn, prufa nýja hluti og kynnast öðru fólki. Ég fann svo sannarlega hvernig ég varð víðsýnni í dag.
Tuesday, April 16, 2013
Change of plans
Ég á það til að skipuleggja mig svolítið, þó ekki eins mikið og ég gerði fyrir nokkrum árum.
Stundum er það þannig að skipulagið hjá manni bregst og maður þarf að gera eitthvað annað, en það er eitthvað sem ég átti einu sinni alveg hrikalega erfitt með. Mér fannst eins og ef búið væri að ákveða eitthvað þá væri bara ekki hægt að bakka frá því - ég veit, mjög óþolandi manneskja!
Þetta var klárlega eitthvað sem ég þurfti að bæta og það er eitthvað sem ég hef gert. Snýst lífið ekki annars um að bæta það sem hægt er að bæta svo maður verði nú e.t.v. örlítið betri manneskja?
Ég fattaði í gær hve miklum framförum ég hef tekið í sambandi við þetta, þegar nánast allt skipulag dagsins breyttist. Maður má nefnilega ekki gleyma því að þegar maður er að reyna að bæta sig í einhverju að hrósa sjálfum sér fyrir framfarir og bætingar:)
Nokkrar myndir frá æðislegum mánudegi;
Bauð einum ótrúlega duglegum á hádegisdate á Ítalíu. Elska þann stað!
1og2: Naut þess að vera ein með sjálfri mér í góða veðrinu í miðbænum. Fór líka á Kaffitár að lesa þar sem mín besta vinkona dældi í mig kakó með rjóma.
3og4: Útieldun með skemmtilegasta starfsfólkinu í Árseli:)
Var alveg úthvíld eftir svona æðislegan dag, enda gott að fá smá auka dag í helgina þar sem dagarnir eru mjög þéttir þessa dagana!
Stundum er það þannig að skipulagið hjá manni bregst og maður þarf að gera eitthvað annað, en það er eitthvað sem ég átti einu sinni alveg hrikalega erfitt með. Mér fannst eins og ef búið væri að ákveða eitthvað þá væri bara ekki hægt að bakka frá því - ég veit, mjög óþolandi manneskja!
Þetta var klárlega eitthvað sem ég þurfti að bæta og það er eitthvað sem ég hef gert. Snýst lífið ekki annars um að bæta það sem hægt er að bæta svo maður verði nú e.t.v. örlítið betri manneskja?
Ég fattaði í gær hve miklum framförum ég hef tekið í sambandi við þetta, þegar nánast allt skipulag dagsins breyttist. Maður má nefnilega ekki gleyma því að þegar maður er að reyna að bæta sig í einhverju að hrósa sjálfum sér fyrir framfarir og bætingar:)
Nokkrar myndir frá æðislegum mánudegi;
Bauð einum ótrúlega duglegum á hádegisdate á Ítalíu. Elska þann stað!
1og2: Naut þess að vera ein með sjálfri mér í góða veðrinu í miðbænum. Fór líka á Kaffitár að lesa þar sem mín besta vinkona dældi í mig kakó með rjóma.
3og4: Útieldun með skemmtilegasta starfsfólkinu í Árseli:)
Var alveg úthvíld eftir svona æðislegan dag, enda gott að fá smá auka dag í helgina þar sem dagarnir eru mjög þéttir þessa dagana!
Friday, April 12, 2013
Vinátta
Núna er ég búin með fyrstu vikuna í vettvangsnáminu mínu, en í því er ég svo heppin að fá 3 vikur til að kynnast starfsemi Reykjavíkurdeildar Rauða krossins.
Það situr margt eftir strax eftir fyrstu vikuna. Ég er búin að vera að velta fyrir mér samtali sem ég átti við tvo starfsmenn um vináttu. Hjá Reykjavíkurdeildinni er í boði sjálfboðastarf sem snýst um vinskap og vináttu. Þá er manneskju sem er af erlendu bergi brotin og manneskju frá Íslandi parað saman og þau hittast 1 sinni í viku í 6 mánuði. Þannig myndast ákveðin tengsl erlendu manneskjunar við Ísland = mjög sniðugt og þarft verkefni!
Við vorum semsagt að ræða það að þegar við Íslendingar erum orðin fullorðin þá nánast hættum við að bæta við í vinahópinn okkar, sem mér finnst vera mjög sérstakt og í rauninni frekar leiðinlegt. Af hverju að hætta að bæta við og kynnast áfram öðru fólki?
Ég sjálf hitti vini mína frá Tálknafirði, Akureyri, stelpurnar úr Húsó og vini mína úr Háskólanum. Er þetta ekki þannig með flesta? Fólk á vini úr grunnskóla, framhaldsskóla, er kannski í einhverjum ákveðnum klúbb eða hóp sem tengist t.d. einhverju áhugamáli og e.t.v. vini úr háskóla?
Thursday, April 11, 2013
Nýja peysan
Alveg síðan ég og Ingólfur byrjuðum saman hefur hann átt ótrúlega margar kósý, þykkar og hlýjar hettupeysur
og
Í dag þegar elsku besti kom heim úr skólanum kom hann ekki bara með 1 heldur 2 nýjar peysur sem hann pantaði fyrir svolitlu síðan.
Ég er svaka glöð með þessa peysu, loksins á ég mína eigin kósýpeysu!
Spurning hvort hann hafi verið að gera þetta að góðmennsku eða til að ég láti hans föt í friði;)
Tuesday, April 9, 2013
Garðjóga
Ég er farin að halda að ég hafi fengið örlítið af grænu fingrunum hennar mömmu í mitt blóð.
Tók mig til 2 daga í röð og fyllti 15 ruslapoka af illgresi sem ég vil ekki leyfa að eiga heima í garðinum okkar.
Mikið rosalega er gott að liggja í grasinu og reita 'your ass off'. Fyrir mig er þetta ekki bara útrás heldur líka jóga.. eins ótrúlegt og það hljómar. Maður hugsar einhvernveginn um allt og ekkert og líður vel í huganum á eftir.
Annars er þessi garður okkar svakalegur. Þetta er einhver gamall viðurkenningargarður sem er með allar heimsins gerðir af blómum, trjám og bara nefndu það. Konan sem sá um hann er því miður komin á elliheimili og því ákvað unga parið í kjallaranum að gera eitthvað í málunum! Versta er að við erum aldrei heima hjá okkur á sumrin til að njóta afrakstursins.
Tók mig til 2 daga í röð og fyllti 15 ruslapoka af illgresi sem ég vil ekki leyfa að eiga heima í garðinum okkar.
Mikið rosalega er gott að liggja í grasinu og reita 'your ass off'. Fyrir mig er þetta ekki bara útrás heldur líka jóga.. eins ótrúlegt og það hljómar. Maður hugsar einhvernveginn um allt og ekkert og líður vel í huganum á eftir.
Annars er þessi garður okkar svakalegur. Þetta er einhver gamall viðurkenningargarður sem er með allar heimsins gerðir af blómum, trjám og bara nefndu það. Konan sem sá um hann er því miður komin á elliheimili og því ákvað unga parið í kjallaranum að gera eitthvað í málunum! Versta er að við erum aldrei heima hjá okkur á sumrin til að njóta afrakstursins.
En hei, þetta er nú samt jákvæð þróun. Í fyrra tókum við 48 ruslapoka af illgresi.. 15 pokar er ekkert miðað við það;)
Thursday, April 4, 2013
Nike free
Mikið rosalega sem mig langar í nýja íþróttaskó. Ég á þrjú pör, fjólubláa nike, bleika adidas og hvíta&bleika nike. Nota þá mikið og reyni að vera dugleg að skiptast á.
Finnst þetta komið ágætt af litagleðinni í bili og langar að fá mér svarta sem ég get notað dagsdaglega, ekki bara þegar ég er að hoppa og skoppa.
Sá reyndar á skor.is að þessir séu ekki til í 36? Á einhver svona skó, ef svo er hvar keyptiru þá og hvernig ertu að fýla þá?
Monday, April 1, 2013
Hátíð hátíðina: páskarnir
Hér er búin að ríkja dálítil lægð, enda nóg að gera á frídögunum og tölvan fékk því miður ekki að fljóta með.
Ég á ekkert alltof mikinn frítíma, allavega ekki eins mikinn og ég hefði óskað mér, en þann tíma sem ég á nýti ég vel.
Páskarnir voru svo ótrúlega ljúfir og markmið mínu var náð; að kíkja ekki í neinar skólabækur og hafa gaman!
Á þessum ekkert alltof mörgum dögum var farið víðsvegar um landið og margt brasað;
Við fórum ekki aðeins á Akureyri heldur náðum við líka að fara í góða heimsókn á Blöndós, kíkja í bústað á Þingvöllum, spila með góðum vinum í Reykjavík, knúsast í nýju frændunum og áttum svo 2 góða kósýdaga í Grindavík!
Mikið rosalega eru páskarnir ljúf hátíð - enda mesta hátíð kirkjuársins! Vona að þið hafið öll átt gleðilega páska og ég efast ekki um að þið séuð jafn sykurmareneruð eins og ég eftir allt átið:)!
Ég á ekkert alltof mikinn frítíma, allavega ekki eins mikinn og ég hefði óskað mér, en þann tíma sem ég á nýti ég vel.
Páskarnir voru svo ótrúlega ljúfir og markmið mínu var náð; að kíkja ekki í neinar skólabækur og hafa gaman!
Á þessum ekkert alltof mörgum dögum var farið víðsvegar um landið og margt brasað;
Rétt fyrir páska eignuðumst við Ingólfur sitthvoran systrasoninn. Fæddust með nokkra klst. millibili og báðir voru þeir 16 merkur og 53 cm. Við eigum ekki bara fallega frændur, heldur einnig frábærar systur sem eru greinilega svona obboslega samtaka!
Fór norður á Akureyri í nokkra daga stefnumót með mínum besta, fórum á bretti, hittum vini, borðuðum endalaust af mat o.fl. skemmtilegt. Enn og aftur fékk ég að sjá hve ótrúlega ljúfan og endalaust þolinmóðan mann ég á!
1. Gleði. 2. Vinir. 3. Best. 4. GleðiVið fórum ekki aðeins á Akureyri heldur náðum við líka að fara í góða heimsókn á Blöndós, kíkja í bústað á Þingvöllum, spila með góðum vinum í Reykjavík, knúsast í nýju frændunum og áttum svo 2 góða kósýdaga í Grindavík!
Mikið rosalega eru páskarnir ljúf hátíð - enda mesta hátíð kirkjuársins! Vona að þið hafið öll átt gleðilega páska og ég efast ekki um að þið séuð jafn sykurmareneruð eins og ég eftir allt átið:)!
Subscribe to:
Posts (Atom)